Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

32. sumarólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan dagana 23. júlí til 8. ágúst 2021. Hér fyrir neðan má sjá fréttasafn og töflu yfir fjölda verðlauna sem þjóðir hafa unnið á leikunum.



Fréttamynd

Bræðurnir leggja landsliðsskóna á hilluna

Bræðurnir Pau og Marc Gasol hafa báðir sagt landsliðsferli sínum í körfubolta lokið eftir tap spænska landsliðsins fyrir því bandaríska á Ólympíuleikunum í nótt. Óvissa ríkir um framtíð beggja með sínum félagsliðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tsi­ma­nou­ska­ya komin með land­vistar­leyfi í Pól­landi

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum.

Erlent
Fréttamynd

Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi

Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar.

Skoðun