Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 12:30 Simone Biles með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá. getty/Laurence Griffiths Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016. Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Sjá meira