Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 10:00 Shericka Jackson kom bara á léttu skokki í markið og missti af undanúrslitunum og um leið af tækifærinu að vinna til verðlauna í 200 metra hlaupinu. AP/Petr David Josek Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag. Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira