Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 10:00 Shericka Jackson kom bara á léttu skokki í markið og missti af undanúrslitunum og um leið af tækifærinu að vinna til verðlauna í 200 metra hlaupinu. AP/Petr David Josek Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag. Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira