Handbolti

Lærimeyjar Þóris með fullt hús stiga úr riðlinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fara þær norsku alla leið?
Fara þær norsku alla leið? vísir/Getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta átti þægilegan dag á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar þær mættu heimakonum í lokaumferð riðlakeppninnar.

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins líkt og undanfarin ár.

Leik Noregs og Japan lauk með 12 marka sigri þeirra norsku og eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn aldrei í hættu.

Norska liðið var búið að tryggja sér efsta sæti A-riðils þegar kom að leiknum í dag en liðið er það eina sem enn er með fullt hús stiga eftir riðlakeppnina.

Ungverjaland bíður norska liðsins í 8-liða úrslitum sem fram fara næstkomandi miðvikudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.