Sport

Rannsaka slagsmál í flugvélinni á leiðinni heim frá Ólympíuleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik ástralska rúgbý landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Frá leik ástralska rúgbý landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Shuji Kajiyama

Knattspyrnusamband Ástralíu og Rúgbýsamband Ástralíu eru komin af stað með rannsókn eftir að fréttir bárust af slagsmálum á milli liðsmanna tveggja landsliða þjóðarinnar á leið heim frá Ólympíuleikunum í Tókýó.

Leikmenn úr fótboltalandsliði karla og sjö manna rúgbýliði karla lenti saman í flugvélinni á leiðinni heim frá Tókýó. Það er talið að áfengisneysla manna hafi þar spilað stórt hlutverk.

Sjö manna rúgbú lið Ástrala tapaði 19-0 á móti verðandi meisturum hjá Fiji í átta liða úrslitum leikanna og knattspyrnulið þjóðarinnar endaði í neðsta sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.

Samböndin í báðum íþróttagreinum hafa beðið ástralska Ólympíusambandið afsökunar á hegðun liðsmanna sína og um leið verður atvikið rannsakað betur.

Ástralskt íþróttafólk var ekki að koma sér í vandræði í fyrsta sinn á þessum leikum því íþróttafólk þaðan hafði áður skilið eftir herbergi sín í Ólympíuþorpinu í óásættanlegu ástandi.

Íþróttafólkið hafði eyðilagt rúmin sín og meðal annars skilið eftir gat í vegg. Ekkert var gert í því eftir að íþróttafólkið baðst afsökunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.