Thompson-Herah bætti gullinu í 200 metrunum við gullið sitt í 100 metrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 13:02 Elaine Thompson-Herah fagnar sigri sínum í dag. AP/Petr David Josek Elaine Thompson-Herah frá Jamaíka er spretthlaupsdrottning Ólympíuleikanna í Tókýó eftir sigur í úrslitum 200 metra hlaupsins í dag. Ungar hlaupakonur voru að gera góða hluti í bæði 200 og 800 metrunum. Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira
Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira