Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 18.12.2025 16:59
Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Þegar þetta er skrifað stend ég frammi fyrir félagslega flóknu úrlausnarefni. Lífið 18.12.2025 07:01
Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu. Innlent 12.12.2025 16:45
Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða. Erlent 22. nóvember 2025 22:53
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Lífið 21. nóvember 2025 09:29
Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasa. Tillagan var samþykkt með þrettán atkvæðum. Ekkert ríki greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kína og Rússland sátu hjá. Erlent 18. nóvember 2025 06:37
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13. nóvember 2025 10:17
Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið. Erlent 11. nóvember 2025 14:56
Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Skoðun 10. nóvember 2025 14:01
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Erlent 8. nóvember 2025 16:50
Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu. Erlent 6. nóvember 2025 14:19
Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3. nóvember 2025 18:14
Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31. október 2025 11:51
Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31. október 2025 08:19
Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Erlent 29. október 2025 13:29
Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið. Erlent 29. október 2025 11:59
Ísraelsher gerir árás á Gasa Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé. Erlent 28. október 2025 19:34
Skipar hernum að gera árásir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Erlent 28. október 2025 16:38
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. Erlent 27. október 2025 07:59
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23. október 2025 13:46
Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. Handbolti 23. október 2025 13:00
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Erlent 21. október 2025 16:29
Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. Erlent 20. október 2025 06:27
Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. Innlent 19. október 2025 16:32