Stríð Ísraela og Hamas

Stríð Ísraela og Hamas

Fréttir af átökum Ísraela og Hamas-liða.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Níu hand­teknir fyrir að safna pening fyrir Hamas

Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka af­töku her­manna á tveimur mönnum í Jenín

Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fjórir létust í á­rásum Ísraels þrátt fyrir vopna­hlé

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða.

Erlent
Fréttamynd

Breyta reglum um at­kvæða­greiðslu og kynningu laga í Euro­vision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

Fagnar fimm­tugs­af­mæli með fyrstu tón­leikum Am­pop í á­tján ár

Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó.

Tónlist
Fréttamynd

Hútar hættir á­rásum á skip og Ísrael

Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið.

Erlent
Fréttamynd

Haldið föngnum neðan­jarðar án sólar­ljóss mánuðum saman

Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að leka mynd­bandi af mis­þyrmingu á fanga

Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga.

Erlent
Fréttamynd

Æðsti lög­maður ísraelska hersins segir af sér vegna leka

Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Segja vopna­hléið aftur í gildi eftir miklar á­rásir

Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraels­her gerir á­rás á Gasa

Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Skipar hernum að gera á­rásir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla.

Erlent
Fréttamynd

„Ísrael mun missa allan stuðning“

Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs.

Erlent