Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu. Innlent 12.12.2025 16:45
Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Framkvæmdastjórn Ríkissjónvarpsins tók ákvörðun um það í gær og tilkynnti stjórn félagsins í dag. Það var ekki einhugur um ákvörðunina í stjórninni en landsmenn eru sáttir ef marka má slembiúrtak fréttastofunnar. Innlent 10.12.2025 21:00
„Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. Lífið 10.12.2025 09:36
Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasa. Tillagan var samþykkt með þrettán atkvæðum. Ekkert ríki greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kína og Rússland sátu hjá. Erlent 18. nóvember 2025 06:37
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13. nóvember 2025 10:17
Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið. Erlent 11. nóvember 2025 14:56
Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Eftir tveggja ára grimmilegt stríð hefur ótryggt vopnahlé fært örþreyttum Gasabúum nokkra ró. Vopnahléið er fyrsti liður í 20 punkta áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Skoðun 10. nóvember 2025 14:01
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Erlent 8. nóvember 2025 16:50
Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu. Erlent 6. nóvember 2025 14:19
Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3. nóvember 2025 18:14
Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31. október 2025 11:51
Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31. október 2025 08:19
Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Erlent 29. október 2025 13:29
Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið. Erlent 29. október 2025 11:59
Ísraelsher gerir árás á Gasa Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé. Erlent 28. október 2025 19:34
Skipar hernum að gera árásir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Erlent 28. október 2025 16:38
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. Erlent 27. október 2025 07:59
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23. október 2025 13:46
Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. Handbolti 23. október 2025 13:00
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Erlent 21. október 2025 16:29
Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. Erlent 20. október 2025 06:27
Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. Innlent 19. október 2025 16:32
Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október. Erlent 19. október 2025 00:02
Baráttan heldur áfram! Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd. Skoðun 18. október 2025 09:02