Stríð Ísraela og Hamas

Stríð Ísraela og Hamas

Fréttir af átökum Ísraela og Hamas-liða.

Fréttamynd

Björk beinir skila­boðum til stjórnar RÚV

Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka af­töku her­manna á tveimur mönnum í Jenín

Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Haldið föngnum neðan­jarðar án sólar­ljóss mánuðum saman

Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að leka mynd­bandi af mis­þyrmingu á fanga

Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga.

Erlent
Fréttamynd

Æðsti lög­maður ísraelska hersins segir af sér vegna leka

Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Segja vopna­hléið aftur í gildi eftir miklar á­rásir

Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraels­her gerir á­rás á Gasa

Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Skipar hernum að gera á­rásir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla.

Erlent
Fréttamynd

„Ísrael mun missa allan stuðning“

Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að senda her­menn til Gasa

Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða.

Erlent
Fréttamynd

Segir vopna­hlé enn í gildi á Gasa

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins.

Erlent
Fréttamynd

Þáttur Trumps gífur­lega mikil­vægur

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan heldur á­fram!

Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Blóð­peningar vest­rænna yfir­valda

Því hefur verið haldið fram að það fyrsta sem fer forgörðum við stríðsátök sé hlutlaus fréttaflutningur. Því skal tekið fram að eftirfarandi samantekt byggir á m.a. endurteknum margþættum samhljóða fréttaflutningi ólíkra aðila og myndefni sem ekki ber nein merki um fölsun.

Skoðun