Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Tilþrif og taktar frá 21. umferð

    Að venju voru öll mörkin úr næst síðustu umferð Pepsideildar karla sýnd í markaþættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og botnbaráttan er gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR-ingar misstu sig (og Rúnar) í fagnaðarlátunum - myndir

    KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Vesturbænum í gær. Titillinn var sá tuttugasti og fimmti í sögu félagsins og sá fyrsti sem Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, vinnur. Hann fékk flugferð frá leikmönnum liðsins en lendingin var ekki eins og best verður á kosið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi borinn blóðugur af velli - myndir

    Eyjamenn misstu Íslandsmeistaratitilinn til KR og annað sætið til FH-inga þegar þeir töpuðu 2-4 fyrir FH í Kaplakrikanum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Eyjamenn misstu líka Tryggva Guðmundsson af velli eftir aðeins fimmtán mínútur eftir að Tryggvi fékk stóran skurð á höfuðið eftir brot Hákons Atla Hallfreðssonar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fimmta stjarnan á KR-búninginn

    KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og eru vel að titlinum komnir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun Vísis um leiki dagsins

    Næstsíðasta umferðar Pepsi-deild karla, sú 21. í röðinni, fór fram í dag og þar tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn og þar með tvöfaldan sigur í ár. Spennan er hinsvegar gríðarleg í fallbaráttunni fyrir síðustu umferðina og þá eiga Stjörnumenn enn möguleika að ná þriðja sætinu af ÍBV eftir stórsigur Stjörnunnar á Val. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Dofri Snorrason: Gleymdi fagninu

    "Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig,“ sagði Dofri Snorrason hetja KR-inga. Dofri skoraði sigurmark KR-inga í 3-2 sigrinum á Fylki og tryggði þeim ÍSlandsmeistaratitilinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur Örn: Vorum afar óskynsamir

    „Það var vitað mál að sigur hér í dag hefði sett okkur í mjög góða stöðu. Þetta er því mjög svekkjandi niðurstaða,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður og þjálfari Grindavíkur eftir tap sinna manna gegn Fram í dag, 2-1.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir Hallgríms: Sama spjald fyrir að opna höfuð og sparka í brúsa

    Heimir Hallgrímsson var eðlilega svekktur eftir tapið gegn FH í kvöld og fannst honum hans menn eiga meira skilið út úr leiknum en það sem lokatölurnar gáfu. Hann var ekki síst ósáttur við að Hákon Atli Hallfreðsson fékk að hanga inni á vellinum fyrir að sparka í höfuð Tryggva Guðmundssonar sem þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinu

    Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel.

    Íslenski boltinn