Íslenski boltinn

Kristinn: Kjaftæði að ég geti ekki skorað á útivelli

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Fréttablaðið/Valli
Kristinn Steindórsson skoraði gott mark fyrir Blika í dag, hans fyrsta mark á útivelli í sumar. Hann hafði áður skorað 11 mörk á Kópavogsvelli.

"Ég er allavega búinn að sanna það að ég geti skorað á útivelli. Það er bara kjaftæði að ég geti það ekki," sagði Kristinn glaður í bragði eftir sigurinn.

"Annars er bara hrikalega gott að vinna. Þetta var gott eftir skellinn á móti Víkingum þannig að við erum ekki í neinu bulli fyrir lokaumferðina."

"Mér fannst við vera betri nánast allan leikinn en við höfum kannski ekki verið að spila vel undanfarið. Þetta var skref í rétta átt," sagði Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×