Íslenski boltinn

Atli: Ekki töff að vera í 1. deild í Evrópukeppni

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson. Fréttablaðið
"Það verður barist til síðasta blóðdropa í Keflavík," segir Þórsarinn Atli Sigurjónsson eftir tapið gegn Blikum í dag. Þór getur enn fallið en bjargar sér ef þeir vinna Keflavík, eða ef Grindavík vinnur ekki ÍBV.

Þórsarar eru komnir í Evrópukeppni á næsta ári en Atla er alveg sama.

"Gæti ekki verið meira saman núna. Það er ekki töff að vera í Evrópukeppni í 1. deildinni. Við verðum að bjarga sæti okkar áður en við skoðum þetta," sagði Atli.

"Leikurinn var vonbrigði. Það var lítið að gerast hjá okkur og það vantaði eitthvað upp á baráttuna líka. Við vorum ekki að spila nógu vel og við sköpuðum okkur ekki mörg góð færi," sagði Atli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×