Íslenski boltinn

Sveinn: Áhugaleysi að okkar hálfu

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Sveinn Elías Jónsson.
Sveinn Elías Jónsson.
Sveinn Elías Jónsson segir að Þórsara hafi einfaldlega vantað áhuga til að klára leikinn gegn Blikum í dag. Íslandsmeistararnir unnu leikinn 2-1.

"Við ætluðum okkur auðvitað að klára þetta en þetta er bara úrslitaleikur sem við eigum eftir. Við erum ekkert að pæla í þessari Evrópukeppni núna."

"Mér fannst bara votta fyrir áhugaleysi hjá okkur í dag til að hreinlega vinna leikinn. Ég fatta bara alls ekki af hverju. Það var eins og það væri lítill áhugi fyrir því að vinna."

"Mér fannst Blikar ekkert sérstakir þannig, þeir voru ekki að gera neitt sérstakt. Við vorum bara sjálfir okkur verstir, gerum mistök í vörninni og það kostar okkur bara."

"Við ætlum okkur klárlega að halda áfram í Pepsi-deildinni, við ætlum ekkert að falla. Við þurfum að peppa baráttuna aðeins upp fyrir Keflavíkurleikinn."

"Þessi Evrópukeppni bíður, kannski verður það sárabót eftir tímabilið. En ekki núna, við höfum um annað að hugsa," sagði Sveinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×