Stöðva rekstur Vélfags Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 11.11.2025 15:31
Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Erlent 11.11.2025 10:40
Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:05
Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Erlent 7. nóvember 2025 21:41
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6. nóvember 2025 22:44
Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. Erlent 6. nóvember 2025 11:55
Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Erlent 5. nóvember 2025 18:48
Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Erlent 3. nóvember 2025 14:30
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. Innlent 3. nóvember 2025 13:19
Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. Erlent 30. október 2025 13:43
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Innlent 29. október 2025 13:00
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. Erlent 28. október 2025 14:09
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. Erlent 28. október 2025 07:43
Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Erlent 24. október 2025 16:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24. október 2025 08:01
Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Erlent 24. október 2025 06:50
Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Erlent 22. október 2025 23:39
Gerðu árás á leikskóla í Karkív Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív. Erlent 22. október 2025 11:32
Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Úkraínski herinn gerði í gærkvöldi árás á efnaverksmiðju í rússnesku borginni Bryansk. Erlent 22. október 2025 06:51
Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21. október 2025 13:14
Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Erlent 20. október 2025 11:07
Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. Erlent 20. október 2025 07:09
Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. Erlent 19. október 2025 09:00
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. Erlent 18. október 2025 08:38