HM í Katar 2022

HM í Katar 2022

HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Segir að Spánverjar hafi ekki reynt að tapa

    Sergio Busquests, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, segir ekkert til í því að Spánverjar hafi reynt að tapa fyrir Japönum til að fá auðveldari leiki í útsláttarkeppninni á HM í Katar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pulisic segir að pungurinn hafi sloppið ómeiddur

    Christian Pulisic, stærsta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, segist ekki hafa fengið högg í punginn þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran á HM í Katar. Með sigrinum komust Bandaríkjamenn áfram í sextán liða úrslit mótsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum?

    Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt.

    Sport
    Fréttamynd

    Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar

    Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Belgar úr leik eftir klúður Lukaku

    Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frakkar klaga til FIFA

    Heimsmeistarar Frakka hafa sent kvörtun til FIFA vegna marksins sem var dæmt af Antoine Griezmann í uppbótartíma í leiknum gegn Túnisum á HM í Katar í gær. Þeir telja að dómurinn hafi verið rangur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ben White yfirgefur enska hópinn

    Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt.

    Fótbolti