Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 23:31 Spurningin er hvort boltinn hafi verið farinn útaf vellinum. Vísir/Getty Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00