Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 23:31 Spurningin er hvort boltinn hafi verið farinn útaf vellinum. Vísir/Getty Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Sjá meira
Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Sjá meira
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00