Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Toppliðin þurftu að hafa fyrir sigrunum | Zirkzee kom Bayern til bjargar

Ungstirnið Joshua Zirkzee kom Bayern Munich til bjargar annan leikinn í röð er liðið lagði Wolfsburg af velli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur á Allianz vellinum 2-0 fyrir Bayern en leikurinn var markalaus allt fram á 85. mínútu. Þá kom RB Leipzig til baka gegn Augsburg og vann á endanum öruggan 3-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust hjá Everton og Arsenal

Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín.

Enski boltinn
Fréttamynd

Montella rekinn eftir afhroð gegn Roma

Ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina hefur rekið þjálfara sinn, Vincenzo Montella, eftir aðeins níu mánuði í starfi. Tap liðsins gegn Roma í gærkvöld var síðasti naglinn í kistu Montella en Roma vann leikinn örugglega 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ari Freyr klár um miðjan janúar

Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem og belgíska félagsins Oostende, hefur verið á meiðslalistanum síðan hann meiddist í leik Íslands og Móldóvu í nóvember síðastliðnum. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að hann verði klár í slaginn þegar vetrarfríinu lýkur í Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arteta tekinn við Arsenal

Þetta hefur legið í loftinu í talsvert langan tíma en Arsenal hefur nú endanlega staðfest að Mikel Arteta er nýr knattspyrnustjóri félagsins.

Enski boltinn