Sport

Dagskráin í dag: Mjólkurbikar kvenna, ítalski boltinn, spænski boltinn og PGA

Ísak Hallmundarson skrifar
Þór/KA ætlar sér áfram í 8-liða úrslit. Þær mæta Lengjudeildarliði Keflavíkur í dag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þór/KA ætlar sér áfram í 8-liða úrslit. Þær mæta Lengjudeildarliði Keflavíkur í dag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/bára

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna halda áfram, Barcelona keppir í spænsku úrvalsdeildinni og Juventus í þeirri ítölsku, sænska úrvalsdeildin í fótbolta og PGA-mótaröðin verða á dagskrá.

Þetta byrjar kl. 11:25 þegar Derby tekur á móti Brentford í ensku b-deildinni, en bæði lið eru að reyna að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Næst er haldið til Svíþjóðar í úrvalsdeild kvenna þar í landi þar sem Vittsjö tekur á móti Kristianstad, en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Leikurinn er í beinni frá 12:55 á Stöð 2 Sport.

Tveir leikir eru sýndir í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst útsending frá leik Lazio og Sassuolo en Lazio hefur nú tapað tveimur leikum í röð og er átta stigum á eftir toppliði Juventus. Það er einmitt sannkallaður toppslagur í kvöld kl. 19:35 þegar Juventus mætir Atalanta en Atalanta er í þriðja sæti og hefur unnið níu leiki í röð. Sigri þeir Juventus í kvöld verða þeir aðeins sex stigum frá þeim. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Þór/KA tekur á móti Keflavík fyrir norðan í Mjólkurbikar kvenna á slaginu 16:00, en bein útsending frá leiknum hefst kl. 15:50 á Stöð 2 Sport. Það verður síðan dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni beint eftir leik, á slaginu 18:00.

Barcelona heimsækir Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni og verður leikurinn í beinni frá kl. 17:20 á Stöð 2 Sport 2. Leikur sem Barcelona verður að vinna ef liðið ætlar að eiga einhverja von á að vinna deildina.

Workday Charity Open mótið í golfi heldur áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending frá þriðja degi mótsins kl. 17:00.

Allar beinar útsendingar má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.