Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Benitez vill varaliðin í deildarkeppnina

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú enn á ný áréttað að hann vilji sjá varalið stóru liðanna í úrvalsdeildinni skráð til keppni í neðri deildunum á Englandi. Hann segir þetta nauðsynlegt til að byggja upp betra landslið. Þetta fyrirkomulag segir hann hafa dugað vel í Frakklandi, Spáni og í Þýskalandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Árásarmaðurinn í lífstíðarbann

    Ljótt atvik átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöld þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Hér er myndband af atvikinu. Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu, en maðurinn sem réðist inn á völlinn hefur verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann er stuðningsmaður Tottenham, en hinn maðurinn sem hljóp inn á völlinn var stuðningsmaður Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo: Ég er of góður

    Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard

    Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea og Man Utd kláruðu dæmið

    Chelsea og Manchester United eru komin í undanúrslit enska bikarsins eftir góða sigra í kvöld. Chelsea lagði granna sína í Tottenham 2-1 á útivelli og Manchester United kláraði Middlesbrough 1-0 á Old Trafford.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ekkert mark komið í bikarnum

    Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í enska bikarnum þar sem kominn er hálfleikur. Manchester United hefur verið betri aðilinn gegn Middlesbrough á Old Trafford, en jafnræði hefur verið með Tottenham og Chelsea á White Hart Lane. Sjónvarpsstöðvar sýnar eru með beina útsendingu frá báðum viðureignum sem hófust klukkan 20.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Emre sleppur í bili

    Miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle var í dag hreinsaður af ásökunum um kynþáttaníð á knattspyrnuvellinum eftir að leikmenn Everton kvörtuðu undan honum eftir leik þann 30. desember í fyrra. Ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir svo hægt væri að aðhafast gegn leikmanninum, en hann á annað mál af svipuðum toga yfir höfði sér eftir að viðlíka kvartanir bárust undan honum frá liði Watford.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Warnock sendir Southgate tóninn

    Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, sendi kollega sínum hjá Middlesbrough tóninn í fjölmiðlum í dag og sagði vinnubrögð Gareth Southgate bera vott um vanvirðingu í garð andstæðinga Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Nugent kallaður inn í enska landsliðið

    Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea

    Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Carragher: United og Chelsea eru betri en við

    Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lampard vill ekki fara frá Chelsea

    Frank Lampard segist vera orðinn leiður á sífelldum orðrómi um að hann sé að fara frá Chelsea og segist alls ekki vilja fara eitt eða neitt. "Ég hef ekki verið að tala um framtíð mína því nú er í gangi mikilvægur kafli á leiktímabilinu, en ég get fullvissað alla um að ég hef engan áhuga á að fara frá félaginu og hef aldrei hugleitt það," sagði Lampard í samtali við The Sun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pearce: Ég á skilið að fá skammir

    Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segist eiga það fyllilega skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum félagsins vegna lélegs gengi City í vetur. Liðið vann Middlesbrough um helgina eftir fimm töp í röð og var komið óþægilega nálægt fallsvæðinu fyrir vikið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gareth Barry í enska landsliðið

    Steve McClaren landsliðsþjálfari hefur kallað bakvörðinn Gareth Barry frá Aston Villa inn í hóp sinn sem mætir Ísrael og Andorra í undankeppni EM í þessum mánuði. Þetta gerði hann vegna meiðsla þeirra Gary Neville og Micah Richards, sem báðir verða væntanlega að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Barry kom aftur inn í landsliðshópinn í febrúar eftir fjögurra ára fjarveru.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gerrard ómeiddur

    Miðjumaðurinn Steven Gerrard verður í landsliðshóp Englendinga í vikunni þrátt fyrir að hafa haltrað af velli í leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gerrard fékk aðeins spark í sköflunginn og hefur staðfest að hann verði klár í slaginn með Englendingum gegn Ísrael í Tel Aviv í vikunni í undankeppni EM.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger: Tímabilið er búið hjá Walcott

    Arsene Wenger hefur staðfest að innkoma Theo Walcott hjá Arsenal í tapinu gegn Everton í dag hefði verið sú síðasta á tímabilinu, því leikmaðurinn muni gangast undir aðgerð vegna axlarmeiðsla seinna í vikunni. Hvað leikinn í dag varðar, sagði Wenger úrslit síðustu leikja sýna svart á hvítu að lið sitt skorti reynslu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Everton lagði Arsenal

    Andy Johnson tryggði Everton mikilvægan 1-0 sigur á Arsenal á Goodison Park í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þegar komið var fram í uppbótartíma. Everton átti tvö stangarskot í leiknum og er nú komið í sjötta sæti deildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pardew: Við erum á fínu skriði

    Alan Pardew var mjög sáttur við sína menn í dag þegar lið hans Charlton tryggðu sér sjöunda stigið sitt í síðustu þremur leikjum með sigri á Newcastle í dag 2-0. Charlton er enn í bullandi fallbaráttu, en staða liðsins hefur þó lagast til muna eftir góða rispu undanfarið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur hjá Charlton

    Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Zheng Zie skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark og fiskaði vítaspyrnu fyrir Charlton, sem lagaði stöðu sína í botnbaráttunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Villa og Liverpool

    Aston Villa og Liverpool skildu jöfn 0-0 á Villa Park í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard var skipt af velli hjá Liverpool og leit út fyrir að eiga við meiðsli að stríða, en Aston Villa hefur ekki náð að vinna Liverpool á heimavelli síðan árið 1998. Liverpool hefur nú hlotið 54 stig í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi minna en Arsenal sem á tvo leiki til góða.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jol: Seljum Berbatov ekki fyrir 40 milljónir

    Martin Jol stjóri Tottenham, segir að félagið myndi aldrei geta hugsað sér að selja framherjann Dimitar Berbatov - ekki einu sinni þó það fengi 30-40 milljón punda tilboð í hann. Jol segir Búlgarann magnaða minna sig á Johan Cuyff.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Paul Robinson: Þetta var heppni

    Paul Robinson, markvörður Tottenham, viðurkenndi að hann hefði haft heppnina með sér í dag þegar hann skoraði mark af um 80 metra færi gegn Watford. Markið skoraði hann gegn félaga sínum í enska landsliðinu, Ben Foster.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vonarglæta hjá West Ham

    West Ham á enn veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann frækinn 2-1 útisigur á Blackburn í lokaleik dagsins. Christopher Samba kom heimamönnum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks, en þeir Carlos Tevez (víti) og Bobby Zamora skoruðu tvö mörk á fimm mínútum þegar 15 mínútur lifðu leiks og tryggðu Lundúnaliðinu gríðarlega mikilvæg þrjú stig.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stóri-Sam reiður

    Sam Allardyce var reiður eftir að hans menn í Bolton steinlágu 4-1 á Old Trafford í dag. Hann sagði sína menn hafa gefið Manchester United þrjú mörk og það eftir föst leikatriði, sem eru venjulega sterkasta hlið liðsins í vörn og sókn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Frábær úrslit

    Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Manchester United burstaði Bolton 4-1 á Old Trafford og styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Auðvelt hjá Chelsea

    Chelsea vann í dag auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði forskot Man Utd á toppnum niður í sex stig á ný. Paul Robinson, markvörður Tottenham, var maður dagsins eftir að hann skoraði eitt marka sinna manna í 3-1 sigri á Watford. Manchester City vann fyrsta leik sinn í deildinni síðan á nýársdag þegar liðið skellti Middlesbrough á útivelli 2-0. Ekkert mark var skorað í leikjum Reading - Portsmouth og Wigan - Fulham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Paul Robinson markvörður skoraði fyrir Tottenham

    Enski landsliðsmaðurinn Paul Robinson hjá Tottenham afrekaði það í dag að skora mark fyrir lið sitt í leiknum gegn Watford. Robinson kom Tottenham í 2-0 í leiknum þegar hann tók aukaspyrnu úti á velli sem skoppaði yfir félaga hans í landsliðinu Ben Foster hjá Watford og í netið. Það er því ljóst að aumingja Foster þarf að hlusta á nokkra fimmaurabrandara frá félögum sínum í landsliðshópnum í næstu viku.

    Enski boltinn