Enski boltinn

Carragher: United og Chelsea eru betri en við

NordicPhotos/GettyImages

Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni.

"Við viljum komast eins langt og við getum í Meistaradeildinni í ár en við þurfum líka að sjá til þess að við komumst þangað á n´stu leiktíð. Ég er viss um að þar verður hörð barátta fram á síðasta leikdag. Við byrjuðum leiktíðina ekki vel í sumar og við vitum að við stöndum Chelsea og Manchester United nokkuð að baki yfir níu mánaða tímabil. Við verðum að bæta okkur og brúa þetta bil sem er á milli liðanna, en ég veit ekki hvernig við eigum að fara að því. Það er undir stjórninni og þjálfarateyminu komið. Það eina sem maður getur gert sem leikmaður er að horfa í eigin barm og sjá hvort maður getur bætt sig," sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×