Skiptar skoðanir á nýjum búningi Chelsea Chelsea ætlar að frumsýna nýja heimabúninginn sinn í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni um miðjan þennan mánuð. Búningurinn er framleiddur af Adidas og hefur valdið nokkru fjaðrafoki meðal stuðningsmanna Chelsea. Enski boltinn 2. maí 2008 21:30
Grant á von á að halda starfi sínu Avram Grant, stjóri Chelsea, segist ekki eiga von á öðru en að halda starfi sínu hjá félaginu og segir eigandann Roman Abramovich ánægðan með stöðu mála. Enski boltinn 2. maí 2008 21:15
Wenger harður á að kæra Inter Arsene Wenger, stjóri Arsenal, íhugar að kæra ítalska félagið Inter til FIFA vegna meintra umleitana þess til að fá til sín miðjumanninn Alex Hleb. Enski boltinn 2. maí 2008 20:42
Anelka má ekki mæta Bolton Breska blaðið Sun segir frá því í dag að franski framherjinn Nicolas Anelka megi ekki spila með Chelsea gegn fyrrum félögum sínum í Bolton í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. maí 2008 19:56
Jose er ekki á leið til City Talsmaður Jose Mourinho hefur slökkt í slúðri sem fór af stað á Englandi í dag að Manchester City væri að íhuga að bjóða honum knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Enski boltinn 2. maí 2008 19:19
Curbishley: Gerum United enga greiða Alan Curbishley stjóri West Ham hefur ítrekað að hans menn muni ekki gera meisturum Manchester United neina greiða þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á morgun. Enski boltinn 2. maí 2008 17:37
Ronaldo leikmaður ársins hjá íþróttafréttamönnum Hinn magnaði Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá samtökum íþróttafréttamanna á Englandi. Hann hafði betur gegn Fernando Torres hjá Liverpool og David James hjá Portsmouth sem urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu. Enski boltinn 2. maí 2008 17:29
Flamini fer fram á himinhá laun hjá Arsenal Mathieu Flamini segir að Arsenal verði að bjóða jafn vel og AC Milan ætli liðið sér að halda honum. Enski boltinn 2. maí 2008 16:25
Gattusu vill spila á Englandi Gennaro Gattuso hefur viðurkennt að hann vilji gjarnan fá að spila í ensku úrvalsdeildinni ef hann ákveður að yfirgefa AC Milan. Enski boltinn 2. maí 2008 14:34
O'Neill óánægður með tilboð Liverpool í Barry Enskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi gert tíu milljóna punda tilboð í Gareth Barry, leikmann Aston Villa, auk leikmanna í skiptum. Enski boltinn 2. maí 2008 14:00
Verður West Ham aftur örlagavaldur Man Utd? Nú um helgina tekur Manchester United á móti West Ham í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United þarf nauðsynlega að vinna leikinn til að halda í við Chelsea sem mætir Newcastle á mánudaginn. Enski boltinn 2. maí 2008 13:26
Riise hefur áhyggjur af samningamálum sínum John Arne Riise hefur áhyggjur af því að honum hefur ekki enn verið boðinn nýr samningur hjá Liverpool. Enski boltinn 2. maí 2008 13:12
Grant: Drogba og Wright-Phillips ánægðir Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, blæs á allar sögusagnir þess efnis að Didier Drogba og Shaun Wright-Phillips séu á leið frá félaginu í sumar. Enski boltinn 2. maí 2008 13:06
Er í framtíðarstarfi hjá Derby Paul Jewell óttast ekki um starf sitt sem knattspyrnustjóri Derby og segir að hann sé í framtíðarstarfi hjá félaginu. Enski boltinn 2. maí 2008 12:57
Mark Viduka í klípu Ástralski framherjinn Mark Viduka þarf nú að velja hvort hann leiki með liði sínu, Newcastle, gegn Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 2. maí 2008 11:55
Reid sendir Shinawatra tóninn Peter Reid, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gagnrýnt eiganda félagsins, Thaksin Shinawatra, fyrir að ætla reka Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóra liðsins. Enski boltinn 2. maí 2008 11:30
Rochemback á leið frá Boro Fabio Rochemback hefur fengið þau skilaboð frá Middlesbrough að honum sé frjálst að yfirgefa félagið eftir tímabilið. Félagið ákvað að bjóða þessum brasilíska miðjumanni ekki nýjan samning. Enski boltinn 1. maí 2008 18:45
Terry styður að Grant verði áfram John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að Avram Grant hafi sýnt og sannað að hann eigi að halda áfram sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann undrast að fólk sé að efast um stöðu Grant. Enski boltinn 1. maí 2008 17:30
Leeds fær ekki stigin til baka Leeds United hefur þurft að játa sig sigrað í baráttunni fyrir því að endurheimta stigin 15 sem tekin voru af liðinu. Enski boltinn 1. maí 2008 17:12
Tekur Eriksson við Benfica? Sven Göran Eriksson gæti orðið næsti þjálfari Benfica í Portúgal. Framtíð sænska knattspyrnustjórans er í mikilli óvissu en sagt er að hann verði látinn taka pokann sinn hjá Manchester City eftir tímabilið. Enski boltinn 1. maí 2008 16:00
Ronaldo: Lífið í Manchester erfitt Cristiano Ronaldo hefur viðurkennt að honum finnist lífið í Manchester-borg erfitt en segist þó ekki vera á leið frá Old Trafford. Ronaldo hefur skorað 38 mörk á tímabilinu fyrir Manchester United. Enski boltinn 1. maí 2008 15:00
Edelman hættur hjá Arsenal Keith Edelman hefur óvænt sagt sig úr stjórn Arsenal. Hann segist vilja takast á við nýjar áskoranir. Edelman var yfirmaður framkvæmda- og markaðsmála hjá Arsenal en hann hefur verið hjá félaginu í átta ára. Enski boltinn 1. maí 2008 13:00
Coppell refsar tveimur leikmönnum Reading hefur sett Emerse Fae og Ibrahima Sonko í tveggja vikna bann fyrir brot á agareglum félagsins. Þeir neituðu að spila varaliðsleik á mánudaginn. Enski boltinn 1. maí 2008 12:15
Manchester United verðmætasta félag heims Manchester United er verðmætasta fótboltafélag í heimi samkvæmt lista Forber tímaritsins. United var í öðru sæti á samskonar lista sem Deloitte opinberaði í febrúar en er nú fyrir ofan Real Madrid. Enski boltinn 1. maí 2008 11:30
Benitez vill að leikmönnum United verði refsað Rafa Benitez vill að aganefnd enska knattspyrnusambandsins taki hart á leikmönnum Manchester United sem lentu í handalögmálum við vallarverði Chelsea eftir leik liðanna um síðustu helgi. Enski boltinn 30. apríl 2008 19:08
Rooney klár gegn West Ham Framherjinn Wayne Rooney verður í leikmannahópi Manchester United á laugardaginn þegar það mætir West Ham í mikilvægum leik í titilslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 30. apríl 2008 17:32
Eriksson fer með City til Asíu Sven-Göran Eriksson fer með liði Manchester City til Asíu í næsta mánuði að sögn Panthongtae Shinawatra, sonar eigandans Thaksin. Enski boltinn 30. apríl 2008 16:30
Torres vill klára ferilinn hjá Liverpool Fernando Torres segist vilja leika með Liverpool það sem eftir lifir af sínum leikmannaferli. Enski boltinn 30. apríl 2008 15:39
AZ vill fá borgað frá Alves Hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar vill fá greiðslu upp á 5,9 milljónir punda frá Afonso Alves, leikmanni Middlesbrough. Enski boltinn 30. apríl 2008 12:18
Drogba missti allt álit á Benitez Didier Drogba segir að Rafael Benitez sé ekki frábær knattspyrnustjóri og að álit sitt á honum hafi hrapað. Enski boltinn 30. apríl 2008 11:47