Enski boltinn

Reid sendir Shinawatra tóninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City.
Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Peter Reid, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gagnrýnt eiganda félagsins, Thaksin Shinawatra, fyrir að ætla reka Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóra liðsins.

Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu sagt að Shinawatra ætli að reka Eriksson í lok tímabilsins en þeir hafa þó hvorugur staðfest þetta. Mikil óánægja er meðal leikmanna City.

„Það yrði fáranleg ef Sven myndi fara," sagði Reid. „Þá þyrftum við að fara á byrjunarreit aftur. Ef hann byrjar á því að fara að hæðast að stuðningsmönnum félagsins mun það hafa sínar afleiðingar."

City byrjaði mjög vel á tímabilinu en hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót. Engu að síður er öruggt að liðið verði á meðal efstu níu á tímabilinu.

„Thaksin verður að vakna til lífsins. Öll félög sem njóta velgengni njóta stöðugleika og það hefur City ekki sem stendur. Eriksson hefur staðið sig afar vel. Það er alltaf erfitt að koma saman liði með átta eða níu nýjum leikmönnum og hefur Eriksson staðið sig betur en ég átti von á."

„Það skiptir ekki máli hvað fólk segir um fótboltafélög. Stuðningsmennirnir sem borga sig inn á leikina eru hinir sönnu eigendur. Ef þeir hætta að máta á leiki eru fótboltafélögin einskis virði. Ég held að Thaksin þurfi að taka sig taki. Það er kannski í lagi að stjórna landi en stundum er erfiðara að reka fótboltafélag."

Thaksin Shinawatra er fyrrum forsætisráðherra Tælands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×