Enski boltinn

Grant á von á að halda starfi sínu

NordcPhotos/GettyImages

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist ekki eiga von á öðru en að halda starfi sínu hjá félaginu og segir eigandann Roman Abramovich ánægðan með stöðu mála.

Chelsea er í æsilegri toppbaráttu við Manchester United um enska meistaratitilinn þar sem liðin eru jöfn að stigum þegar tveir leikir eru eftir - og þá tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.

"Ég hef á tilfinningunni að Roman sé ánægður - mjög ánægður. Við erum í góðu sambandi og hann er lukkulegur með stöðuna. Samband mitt við hann er gott og þetta fer allt vel," sagði Grant í samtali við BBC.

"Lít ég út fyrir að vera áhyggjufullur? Ég þarf bara að passa að vinna vinnuna mína og skoða fortíð og framtíð Chelsea. Hvað einkalífið varðar, veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér - en hvað starf mitt varðar, veit ég upp á hár hvað Chelsea þarf að gera á morgun og næstu tvö árin," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×