Enski boltinn

Coppell refsar tveimur leikmönnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ibrahima Sonko.
Ibrahima Sonko.

Reading hefur sett Emerse Fae og Ibrahima Sonko í tveggja vikna bann fyrir brot á agareglum félagsins. Þeir neituðu að spila varaliðsleik á mánudaginn.

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, sagði við heimasíðu félagsins að þetta hafi verið vandamál sem brugðist hafi verið við. Nú ættu menn að einbeita sér að mikilvægum leik gegn Tottenham á laugardag.

Reading er í fjórða neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, aðeins stigi á undan Birmingham sem er í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×