Enski boltinn

Rooney klár gegn West Ham

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Wayne Rooney verður í leikmannahópi Manchester United á laugardaginn þegar það mætir West Ham í mikilvægum leik í titilslagnum í ensku úrvalsdeildinni.

Rooney var ekki í leikmannahópi United gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöld vegna mjaðmarmeiðsla, en Alex Ferguson á von á að geta teflt honum fram á laugardaginn.

"Hann fann mikið til í gær og gat því ekki verið með, en þetta lagast væntanlega á næstu dögum. Ég stefni á að geta notað hann eitthvað á laugardaginn," sagði Ferguson í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×