Enski boltinn

O'Neill óánægður með tilboð Liverpool í Barry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi gert tíu milljóna punda tilboð í Gareth Barry, leikmann Aston Villa, auk leikmanna í skiptum.

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segir hins vegar að Liverpool hafi ekki boðið pening fyrir Barry og er óánægður með vinnubrögð Liverpool.

„Gareth Barry á enn tvö ár eftir af samningi sínum og af minni reynslu að dæma er hann ekki sá maður sem riftir samninga sína."

„Liverpool hefur ekki boðið peninga fyrir hann. Þeir boðið nokkra óþekkta leikmenn í skiptum fyrir hann. Ég er sérstaklega óánægður með að þetta skuli fara fram opinberlega. Ég vil hafa eitt á hreinu. Við erum að reyna að byggja upp lið hér og við erum ekki félag sem selur sína bestu leikmenn."

„Við viljum reyna að blanda okkur í hóp þeirra bestu og vil ég einhvern tímann ná þeim hæðum sem þetta félag var eitt sinn þekkt fyrir. Ég vil ekki missa mína bestu leikmenn og er Gareth Barry afar góður leikmaður sem á tvö ár eftir af samningi sínum."

Hann sagði enn fremur að hann hafi ekki rætt þessi mál við Barry en að það komi óneitanlega að því að það þurfi að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×