Enski boltinn

Jose er ekki á leið til City

Nordicphotos/Getty images.

Talsmaður Jose Mourinho hefur slökkt í slúðri sem fór af stað á Englandi í dag að Manchester City væri að íhuga að bjóða honum knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu.

Þrálátur orðrómur er á kreiki um að Sven-Göran Eriksson verði látinn fara frá City í sumar eftir að eigandi félagsins lýsti yfir óánægju sinni með gengi liðsins á seinni helmingi leiktíðarinnar.

Mourinho hefur verið orðaður við stöðuna hjá City og sömu sögu er að segja af Luiz Felipe Scolari.

"Mourinho hefur ekki bundist neinu félagi og er enn á lausu. Það er ljóst að mörg félög hafa áhuga á honum, en hann hefur engar ákvarðanir tekið um framtíðina enn sem komið er," sagði umboðsmaður Portúgalans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×