Enski boltinn

Skiptar skoðanir á nýjum búningi Chelsea

Hér má sjá gamla og nýja búninginn
Hér má sjá gamla og nýja búninginn

Chelsea ætlar að frumsýna nýja heimabúninginn sinn í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni um miðjan þennan mánuð. Búningurinn er framleiddur af Adidas og hefur valdið nokkru fjaðrafoki meðal stuðningsmanna Chelsea.

Sá nýi er þannig ögn ljósari en sá gamli og er með litlar gular rendur á ermunum og í hálsmálið.

Þetta þykir svipa til þess þegar Chelsea lýsti búninga sína eilítið á árunum 1997-99, en þá var það Umbro sem framleiddi búninga félagsins.

Stuðningsmenn Chelsea hafa vanist dökkbláa litnum og eru sumir hverjir ósáttir við ljósari litinn sem kemur í staðinn, en John Terry fyrirliði er nokkuð sáttur við útkomuna.

"Búningurinn er fínn og með smá gulum röndum í jaðarinn. Það er best fyrir okkur leikmennina að búningurinn sé léttur og þægilegur, en annars eru sokkarnir og stuttbuxurnar mjög góðar líka. Þetta er fínn búningur," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×