Enski boltinn

Eriksson fer með City til Asíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City.
Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Sven-Göran Eriksson fer með liði Manchester City til Asíu í næsta mánuði að sögn Panthongtae Shinawatra, sonar eigandans Thaksin.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Eriksson hjá City en eftir því sem enskir fjölmiðlar sögðu í upphafi vikunnar sagði Shinawatra að Eriksson yrði rekinn í lok leiktíðarinnar. Sjálfur hefur Eriksson ekkert tjáð sig um málið en leikmenn styðja heilshugar við hann.

„Hann mun fara fyrir hópnum í Asíuferðinni," sagði Panthongtae í samtali við fjölmiðlamenn í heimalandi sínu, Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×