Enski boltinn

Benitez vill að leikmönnum United verði refsað

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez vill að aganefnd enska knattspyrnusambandsins taki hart á leikmönnum Manchester United sem lentu í handalögmálum við vallarverði Chelsea eftir leik liðanna um síðustu helgi.

Benitez er enn minnugur þess þegar Javier Mascherano fékk þriggja leikja bann fyrir að missa stjórn á skapi sínu á Old Trafford fyrr á þessari leiktíð og hann vill að leikmenn Manchester United fái svipaða meðferð.

"Vonandi tekur knattspyrnusambandið eins á þessu eins og þeir gerðu í máli Mascherano á sínum tíma. Þeir vildu setja fordæmi með refsingu hans og vildu ekki að börn þyrftu að horfa upp á menn hegða sér svona. Það verður því gaman að sjá hvernig þeir taka á því sem gerðist á Stamford Bridge," sagði Benitez.


Tengdar fréttir

„Evra var kallaður innflytjandi“

Talið er að Manchester United hafi sagt í skýrslu sinni til enska knattspyrnusambandsins að Patrice Evra hafi verið kallaður innflytjandi.

Myndband af slagsmálunum á Brúnni

Smelltu hér til að sjá myndband af slagsmálunum sem brutust út að loknum leik Chelsea og Manchester United um helgina.

Átökin á Stamford Bridge til rannsóknar

Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að fá myndbandsupptökur af átökunum sem urðu milli varamanna Manchester United og starfsmanna Chelsea á Stamford Bridge eftir leik liðanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×