Enski boltinn

Gattusu vill spila á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gattuso í baráttu við Mathieu Flamini hjá Arsenal.
Gattuso í baráttu við Mathieu Flamini hjá Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Gennaro Gattuso hefur viðurkennt að hann vilji gjarnan fá að spila í ensku úrvalsdeildinni ef hann ákveður að yfirgefa AC Milan.

Hann hefur áður verið orðaður við Manchester United þar sem að Alex Ferguson er talinn vera mikill aðdáandi Gattuso.

Gattuso segir þó að það séu aðeins tvö félög sem hann myndi aldrei spila með, það væru erkifjendur Milan, Inter, og svo Glasgow Celtic en Gattuso lék áður með Rangers.

„Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni því ég tel mig hafa þau karaktereinkenni sem þarf til að spila þar. Það er minn draumur og hef ég aldrei farið leynt með hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×