Enski boltinn

Manchester United verðmætasta félag heims

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Manchester United fagna því að hafa tryggt sér farmiða í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Leikmenn Manchester United fagna því að hafa tryggt sér farmiða í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Manchester United er verðmætasta fótboltafélag í heimi samkvæmt lista Forber tímaritsins. United var í öðru sæti á samskonar lista sem Deloitte opinberaði í febrúar en er nú fyrir ofan Real Madrid.

United er metið á 905 milljónir punda en Real Madrid í öðru er metið á 646 milljónir punda. Arsenal sem er í þriðja sæti er metið á 603 milljónir.

Liverpool er í fjórða sæti og hækkaði upp úr 11. sæti á þessum 25 liða lista. Önnur ensk lið á listanum eru Tottenham í 12. sæti, Newcastle í 16. sæti og Everton, West Ham, Manchester City og Aston Villa í sætum 21-24.

Þá má geta þess að David Beckham er kominn fyrir ofan Ronaldinho á lista yfir launahæstu leikmennina. Ronaldinho er jafn Thierry Henry, liðsfélaga sínum, í öðru sætinu.

Efstu tíu liðin:

1. Manchester United

2. Real Madrid

3. Arsenal

4. Liverpool

5. Bayern München

6. AC Milan

7. Barcelona

8. Chelsea

9. Juventus

10. Schalke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×