Enski boltinn

Edelman hættur hjá Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Edelman lék lykilhlutverk í flutningi Arsenal yfir á Emirates leikvanginn.
Edelman lék lykilhlutverk í flutningi Arsenal yfir á Emirates leikvanginn.

Keith Edelman hefur óvænt sagt sig úr stjórn Arsenal. Hann segist vilja takast á við nýjar áskoranir. Edelman var yfirmaður framkvæmda- og markaðsmála hjá Arsenal en hann hefur verið hjá félaginu í átta ára.

Edelman lék stórt hlutverk í flutningi félagsins á Emirates völlinn og sá um markaðsmál Arsenal sem hafa skilað miklu í kassann undanfarin ár. Undir stjórn hans skilaði félagið met-hagnaði.

Þá hefur Edelman verið baráttumaður gegn því að Arsenal verði fyrir yfirtöku erlendra fjárfesta. Hann neitar því að félagið þurfi erlent fjármagn til að geta keppt við Manchester United, Chelsea og Liverpool en öll þau lið eru í erlendri eigu.

Á heimasíðu Arsenal er Edelman þakkað fyrir frábær störf fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×