Enski boltinn

Riise hefur áhyggjur af samningamálum sínum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise, leikmaður Liverpool.
John Arne Riise, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

John Arne Riise hefur áhyggjur af því að honum hefur ekki enn verið boðinn nýr samningur hjá Liverpool.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en vill fá að vita hvort hann eigi framtíð hjá liðinu eða ekki. Hann hefur viðurkennt að svo gæti vel farið að hann sé á leið frá Liverpool.

„Mér finnst ekki eins og það hafi verið komið illa fram við mig en mér finnst að félagið ætti að segja mér eitthvað um stöðu mála þar sem ég hef verið hér í sjö ár. En þetta er undir stjóranum komið."

„Ég veit ekki hvað stóranum finnst. Það veit heldur enginn. Ég er ekki að hugsa um að færa mig um set en eitthvað verður að gerast í þessum málum í sumar. Það er erfitt að fullyrða eitthvað en vissulega er það möguleiki að skipta um félag í sumar."

„Það eru tveir leikir eftir af tímabilinu og get ég náð mínum 350. leik með Liverpool. Það eru 50 leikir á tímabili að meðaltali og þarf ég ekkert að sanna fyrir neinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×