Enski boltinn

Curbishley: Gerum United enga greiða

NordcPhotos/GettyImages

Alan Curbishley stjóri West Ham hefur ítrekað að hans menn muni ekki gera meisturum Manchester United neina greiða þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á morgun.

Avram Grant, stjóri Chelsea, var mjög ósáttur við orð Alan Curbishley í pistli í einu af bresku blöðunum á dögunum - þar sem Curbishley lýsti því yfir að það yrði "ósanngjarnt ef United yrði ekki meistari í vor."

Curbishley ítrekar að hans menn muni ekki gera United neina greiða í leiknum á morgun, en United og Chelsea eru hnífjöfn á toppnum þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

"Ég mun lyfta glasi til heiðurs hvoru liðinu sem er, því liðið sem mun standa uppi sem meistari mun eiga það skilið. Þessar yfirlýsingar frá Grant eru of kjánalegar til að svara þeim. Hann vill meina að ég haldi með Manchester United, en þá spyr ég - hvernig stendur á því að við höfum unnið þá í þremur síðustu leikjum okkur við þá? United getur sannarlega ekki búist við neinum greiðum frá okkur," sagði Curbishley í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×