Enski boltinn

Tekur Eriksson við Benfica?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eriksson með Sir Alex Ferguson.
Eriksson með Sir Alex Ferguson.

Sven Göran Eriksson gæti orðið næsti þjálfari Benfica í Portúgal. Framtíð sænska knattspyrnustjórans er í mikilli óvissu en sagt er að hann verði látinn taka pokann sinn hjá Manchester City eftir tímabilið.

Flestir eru á því að Eriksson hafi gert góða hluti með City en hann hefur þó ekkináð að heilla Thaksin Shinawatra sem keypti félagið á síðasta ári.

Jose Antonio Camacho hætti sem aðalþjálfari Benfica í mars og er félagið í leit að eftirmanni hans. Eriksson var hjá Benfica 1982-84 og 1989-92 en þá vann hann þrjá deildartitla með félaginu og kom því tvívegis í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða.

Eriksson mun ekki taka ákvörðun fyrr en framtíð hans hjá City mun skýrast alveg en hefur ekki lokað hurðinni á Benfica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×