Enski boltinn

Grant: Drogba og Wright-Phillips ánægðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant svarar spurningum manna á blaðamannafundi.
Avram Grant svarar spurningum manna á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, blæs á allar sögusagnir þess efnis að Didier Drogba og Shaun Wright-Phillips séu á leið frá félaginu í sumar.

Drogba hefur áður sagt að hann vilji fara frá Chelsea og hefur hann helst verið orðaður við Real Madrid og AC Milan. Grant telur hins vegar að frammistaða hans með Chelsea gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni sýni að hann sé ánægður hjá Chelsea.

„Það eru margar sögusagnir til um marga leikmenn," sagði Grant. „Didier getur aðeins spilað með einu félagi í einu en hann hefur verið orðaður við fjölda annarra félaga."

„Stundum á hann góða daga og stundum slæma. Maður verður að svara öllum spurningum á vellinum og hann var mjög góður í undanúrslitunum."

Wright-Phillips er sagður vera óánægður með að hann fái sjaldan sæti í byrjunarliði Chelsea en Grant telur að það sé ekki rétt.

„Miðað við það samband sem ég á við Shaun getur hann komið og sagt mér ef hann er ekki ánægður hjá félaginu. Ég held að það sé ekkert vandamál með Shaun. Við erum á sögulegum tímamótum hjá félaginu og tímabært að þakka leikmönnunum fyrir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×