Enski boltinn

AZ vill fá borgað frá Alves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afonso Alves, leikmaður Middlesbrough.
Afonso Alves, leikmaður Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar vill fá greiðslu upp á 5,9 milljónir punda frá Afonso Alves, leikmanni Middlesbrough.

AZ heldur því fram að Alves hafi skrifað undir samkomulag um að ganga til liðs við félagið frá Heerenveen og að hann hafi brotið það samkomuleg með því að ganga til liðs við Middlesbrough.

Samkvæmt samkomulaginu átti Alves að ganga til liðs við AZ í janúar síðastliðnum en hollenska knattspyrnusambandið úrskurðaði að samkvæmt því væri Heerenveen ekki skylt að selja hann til AZ.

Málið hefur verið skotið til áfrýjunarréttar og segir lögfræðingur AZ, Eric Vile, að félagið hafi lög Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sínu megin.

Málið verður tekið fyrir þann 19. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×