Enski boltinn

Ronaldo: Lífið í Manchester erfitt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cristiano Ronaldo heldur um höfuð sér eftir að hafa misnotað vítaspyrnu.
Cristiano Ronaldo heldur um höfuð sér eftir að hafa misnotað vítaspyrnu.

Cristiano Ronaldo hefur viðurkennt að honum finnist lífið í Manchester-borg erfitt en segist þó ekki vera á leið frá Old Trafford. Ronaldo hefur skorað 38 mörk á tímabilinu fyrir Manchester United.

„Það er erfitt að búa í Manchester en félagið er frábært. Ég er mjög ánægður. Veðrið er ekki gott en ég er vanur því, þetta er frábært félag og það skiptir mestu máli," sagði Ronaldo sem er reglulega orðaður við Real Madrid.

Ronaldo stefnir nú að því að vinna tvennuna með Manchester United, taka Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina. „Við erum í þessum keppnum til að vinna þær. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×