Enski boltinn

Anelka má ekki mæta Bolton

NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið Sun segir frá því í dag að franski framherjinn Nicolas Anelka megi ekki spila með Chelsea gegn fyrrum félögum sínum í Bolton í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta kemur til vegna þess að félagaskipti Anelka til Bolton voru upprunalega skráð sem lánssamningur því ekki gafst nægur tími til að ganga frá formlegum kaupum áður en félagaskiptaglugginn lokaði í janúar.

Ef fréttaflutningur Sun reynist réttur, er því eins komið fyrir Anelka og var fyrir Jermain Defoe hjá Portsmouth, en hann fékk ekki að spila gegn gömlu félögum sínum í Tottenham þann 11. maí.

Mikið verður í húfi í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst í leik Chelsea og Bolton á Stamford Bridge - því Chelsea er í harðri baráttu um titilinn og Bolton í bráðri fallhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×