Enski boltinn

Terry styður að Grant verði áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Terry og Grant fallast í faðma eftir sigur Chelsea á Liverpool í gær.
Terry og Grant fallast í faðma eftir sigur Chelsea á Liverpool í gær.

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að Avram Grant hafi sýnt og sannað að hann eigi að halda áfram sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann undrast að fólk sé að efast um stöðu Grant.

Þrátt fyrir að Grant hafi stýrt Chelsea í sinn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefur hann þurft að þola harða gagnrýni og er talin óvissa hvort hann haldi stöðu sinni hjá félaginu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við náum að komast í úrslit þessarar keppni. Engum knattspyrnustjóra eða hópi leikmanna hjá Chelsea hafði tekist það. Úrslitin ljúga ekki," sagði Terry.

„Liðið hefur staðið sig vel í deildinni líka. Grant á mikið hrós skilið en það eru fleiri. Leikmennirnir hafa lagt sig alla fram og Henk ten Cate og Steve Clarke skilað góðri vinnu," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×