Fleiri fréttir

Samsung þjarmar að iFixit vegna Galaxy Fold

Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur.

Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð

Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins.

Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám.

Innkalla alla Galaxy Fold

Suðurkóreski tæknirisinn Samsung hefur innkallað alla þá Galaxy Fold-snjallsíma sem sendir höfðu verið til gagnrýnenda og tæknibloggara.

Geimfar SpaceX ætlað mönnuðum geimferðum virðist hafa sprungið í tætlur

Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu.

Tesla rannsakar sprengingu í Model S

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum.

Galaxy Fold fær misgóðar viðtökur

Það er óhætt að segja að síminn fái misgóðar viðtökur og hafa nokkur tæki af þeim fáu sem voru send út brotnað eða bilað. Blaðamennirnir eru þó flestir sammála um að samanbrjótanlegir símar séu framtíðin.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.