Viðskipti erlent

Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dennis Muilenburg er forstjóri Boeing.
Dennis Muilenburg er forstjóri Boeing. Vísir/Getty

Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chicago.

Búist er við að fjárfestar og fréttamenn muni fjölmenna á fundinn og krefja Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, um svör og skýringar við því hvernig félagið hafi brugðist við flugbanni 737 MAX-véla Boeing og tveggja mannskæðra flugslysa þar sem MAX-vélar hröpuðu til jarðar.

Boeing hefur mátt þola talsverða gagnrýni vegna kerfis sem hannað var fyrir hinar nýju MAX-vélar og var ætlað að koma í veg fyrir ofris. Svo virðist sem að kerfið og skynjarar tengdir því hafi spilað þátt í flugslysunum mannskæðu.

Í frétt Bloomberg
segir að Muilenburg meigi eiga von á því að verða „grillaður“ af fjárfestum og fréttamönnum á aðalfundinum, en forstjórinn mun einnig halda sinn fyrsta blaðamannafund sinn frá því að flugbannið var sett á.Helgin hefur ekki verið góð fyrir Boeing fréttalega séð en CNN greindi frá því í gær að minnst fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafi hringt í sérstaka uppljóstraralínu bandarískra flugmálayfirvalda þar sem hver sem er getur sent inn ábendingar um flugöryggi.

Komu símtölin daginn eftir að vél Ethiopian Airlines hrapaði þann 10. mar síðastliðinn. Lýstu starfsmennirnir yfir áhyggjum af hönnun MCAS-kerfisins svokallaða og skynjara tengdum því.

Þá greindi Wall Street Journal frá því í dag að Boeing hafi ekki látið Southwest Airlines, einn stærsta og mikilvægasta viðskiptavin Boeing, vita að ákveðinn öryggisbúnaður hafi verið aftengdur í hinum nýju 737 MAX vél. Eftir að MAX-vél Lion Air hrapaði á síðasta ári óskaði Southwest eftir því að öryggisbúnaðurinn yrði tengdur á ný.

Boeing vinnur nú að því að endurhanna búnað og stjórnkerfi MAX-vélanna til þess að lagfæra það sem virðist hafa farið úrskeiðis í flugslysunum tveimur. Flugsérfræðingur Bloomberg segist ekki hafa trú á öðru en að Boeing muni takast að lagfæra vandamálið, aðalslagurinn verði að endurheimta jákvætt orðspor Boeing og trú almennings á flugvélum fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur

Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.