Viðskipti erlent

Tesla rannsakar sprengingu í Model S

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Skjáskot/Weibo.
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum.

Í myndbandi sem dreift var á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo má sjá hvernig kviknar í bílnum, áður en sprenging verður og bíllinn verður aldelda. Á myndbandinu má einnig sjá hvernig reikur liðast undan bílnum áður en eldurinn kviknar.

Tveir aðrir bílar skemmdust en engan sakaði. Verið er að rannsaka tildrög eldsins og mun teymi Tesla hefja sjálfstæða rannsókn á upptökum eldsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kviknar í rafbíl af Teslu-gerð en þekkt er að kviknað geti í lithium-batteríum rafhlaða rafbíla verði þær fyrir skemmdum eða þær ofhitni.

Tesla hefur horft hýru auga til Kínamarkaðar en þar eru rafbílar að verða æ vinsælli.


Tengdar fréttir

Tæknin mun valda straumhvörfum

Greenvolt er að þróa nýja tegund rafhlaða. Draumurinn er að það verði hægt að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á rafmagnsflugvél með því að nýta sólarorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×