Viðskipti erlent

Verð á olíu komið yfir 70 Bandaríkjadali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verð á hráolíu hefur farið hækkandi það sem af er ári.
Verð á hráolíu hefur farið hækkandi það sem af er ári. Vísir/Getty

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um nálægt 34 prósent það sem af er ári eftir verulega lækkun undir lok síðasta árs. Verð á Brent-olíu fór í tæpan 71 Bandaríkjadal á fatið í byrjun apríl en verðið hafði ekki farið yfir 70 dali síðan 12. nóvember síðastliðinn. Fjallað er um heimsmarkaðsverð á olíu í Hagsjá Landsbankans í dag.

Þar kemur fram að olíuverðið hafi í framhadlinu farið lægst niður í rúma 53 dali í lok árs 2018 en síðan hækkað. Verðið var um 61 dalur í byrjun febrúar en upp úr miðjum febrúar fór verðið að hækka nokkuð skarpt og var komið í 67 dali 22. febrúar.

Verðið um þessar mundir er þó ekkert sérstaklega hátt í sögulegu samhengi, en meðalverð síðustu 10 ára er 80,4 dalir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.