Viðskipti erlent

Verð á olíu komið yfir 70 Bandaríkjadali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verð á hráolíu hefur farið hækkandi það sem af er ári.
Verð á hráolíu hefur farið hækkandi það sem af er ári. Vísir/Getty
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um nálægt 34 prósent það sem af er ári eftir verulega lækkun undir lok síðasta árs. Verð á Brent-olíu fór í tæpan 71 Bandaríkjadal á fatið í byrjun apríl en verðið hafði ekki farið yfir 70 dali síðan 12. nóvember síðastliðinn. Fjallað er um heimsmarkaðsverð á olíu í Hagsjá Landsbankans í dag.

Þar kemur fram að olíuverðið hafi í framhadlinu farið lægst niður í rúma 53 dali í lok árs 2018 en síðan hækkað. Verðið var um 61 dalur í byrjun febrúar en upp úr miðjum febrúar fór verðið að hækka nokkuð skarpt og var komið í 67 dali 22. febrúar.

Verðið um þessar mundir er þó ekkert sérstaklega hátt í sögulegu samhengi, en meðalverð síðustu 10 ára er 80,4 dalir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×