Viðskipti erlent

Salmar vill greiða út 36 milljarða arð

Jakob Bjarnar skrifar
Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.
Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.
Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi.Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi.Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar:„Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram:„Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.