Viðskipti erlent

Verkfall SAS-flugmanna heldur áfram

Kjartan Kjartansson skrifar
Hundruð flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsins síðustu daga. Áætlað er að það hafi áhrif á um 70% ferða SAS.
Hundruð flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsins síðustu daga. Áætlað er að það hafi áhrif á um 70% ferða SAS. Vísir/EPA
Áætlað er að um 47.000 farþegar sitji fastir í dag vegna áframhaldandi verkfalls flugmanna SAS-flugfélagsins norræna. Þetta er fimmti dagur verkfallsins og hefur á sjötta hundrað flugferða verið fellt niður.

Í heildina hefur verkfallið haft áhrif á um 300.000 flugfarþega. Reuters-fréttastofan segir að sérfræðingar áætli að SAS tapi jafnvirði tæpra 1,3 milljarða íslenskra króna á dag bóli ekkert á viðræðum fyrirtækisins og verkalýðsfélags flugmannanna.

Um 95% flugmanna SAS lögðu niður störf á föstudag. Auk hærri launa krefjast þeir fyrirsjáanlegri og gegnsærri vinnutíma. Flugfélagið, sem er að hluta til í eigu sænska og danska ríkisins, segja að kröfur flugmannanna myndu auka rekstrarkostnað þess verulega, draga úr samkeppnishæfni þess og fækka störfum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×