Viðskipti erlent

Verkfall SAS-flugmanna heldur áfram

Kjartan Kjartansson skrifar
Hundruð flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsins síðustu daga. Áætlað er að það hafi áhrif á um 70% ferða SAS.
Hundruð flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsins síðustu daga. Áætlað er að það hafi áhrif á um 70% ferða SAS. Vísir/EPA

Áætlað er að um 47.000 farþegar sitji fastir í dag vegna áframhaldandi verkfalls flugmanna SAS-flugfélagsins norræna. Þetta er fimmti dagur verkfallsins og hefur á sjötta hundrað flugferða verið fellt niður.

Í heildina hefur verkfallið haft áhrif á um 300.000 flugfarþega. Reuters-fréttastofan segir að sérfræðingar áætli að SAS tapi jafnvirði tæpra 1,3 milljarða íslenskra króna á dag bóli ekkert á viðræðum fyrirtækisins og verkalýðsfélags flugmannanna.

Um 95% flugmanna SAS lögðu niður störf á föstudag. Auk hærri launa krefjast þeir fyrirsjáanlegri og gegnsærri vinnutíma. Flugfélagið, sem er að hluta til í eigu sænska og danska ríkisins, segja að kröfur flugmannanna myndu auka rekstrarkostnað þess verulega, draga úr samkeppnishæfni þess og fækka störfum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.