Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Boði Logason skrifar 1. júlí 2025 15:49 Nú munu allir landsmenn geta horft á sjónvarpsstöðina Sýn, áður Stöð 2, í opinni dagskrá. Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Upplýsingar bætast við titilinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30