Viðskipti erlent

Ryanair í hóp stærstu mengunarvalda í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Losun frá flugi hefur aukist verulega síðasta áratuginn. Spáð er enn frekari aukningu á næstu áratugum.
Losun frá flugi hefur aukist verulega síðasta áratuginn. Spáð er enn frekari aukningu á næstu áratugum. Vísir/EPA

Írska flugfélagið Ryanair er fyrsta fyrirtækið utan kolaiðnaðarins sem kemst inn á lista Evrópusambandsins yfir stærstu mengunarvalda álfunnar. Losun Ryanair á koltvísýringi jókst um tæp sjö prósent í fyrra þrátt fyrir loforð stjórnenda þess að það væri umhverfisvænasta flugfélag Evrópu.

Ryanair er í tíunda sæti listans yfir stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á undan flugfélaginu á listunum raða sér sjö kolaorkuver í Þýskalandi, eitt í Póllandi og annað í Búlgaríu. Öll brenna þau brúnkolum.

Koltvísýringsmengun frá flugvélum hefur aukist um tvo þriðju frá 2005 og gera spár ráð fyrir að flugiðnaðurinn gæti orðið stærsti mengunarvaldurinn eftir því sem flugfargjöld lækka innan þriggja áratuga.

Í yfirlýsingu frá Ryanair fullyrðir félagið að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn kílómetra sé sú minnsta hjá nokkru flugfélagi. Forráðamenn þess lofuðu að bjóða farþegum upp á þann kost að jafna út kolefnislosun við ferðir þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.