Viðskipti erlent

Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Sænski bankinn Swedbank hefur verið bendlaður við meiriháttar peningaþvættismál.
Sænski bankinn Swedbank hefur verið bendlaður við meiriháttar peningaþvættismál. Vísir/EPA
Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands létu gera húsleit á skrifstofum sænska bankans Swedbank í Eistlandi í vikunni. Ásakanir hafa komið fram um að bankinn hafi tekið þátt í að þvætta hundruð milljarða illa fengins fjár.Eistneska fjármálaeftirlitið upplýsti um húsleitina í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hafi verið hluti af sameiginlegri rannsókn þess og sænskra yfirvalda. Talsmaður bankans segir að húsleitin hafi farið fram í samráði við stjórnendur hans. Swedbank ætli að vera samvinnuþýður við rannsóknina.Birgitte Bonnesen, forstjóri Swedbank, var rekin í síðustu viku eftir að húsleit var í höfuðstöðvum hans við Stokkhólm.Peningaþvættismál hafa skekið norræna banka undanfarin misseri. Danske bank hefur verið sakaður um að hafa þvættað hundruð milljarða evra í eistneskum útibúum fyrir vafasama aðila á árunum 2017 til 2015.Bankinn hafi þannig meðal annars hjálpað spilltum rússneskum embættismönnum að koma undan milljörðum sem þeir drógu að sér. Nýlega komu fram ásakanir um að vafasamar greiðslur hafi runnið í gegnum Swedbank sömuleiðis.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.