Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 14:23 Sænski bankinn Swedbank hefur verið bendlaður við meiriháttar peningaþvættismál. Vísir/EPA Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands létu gera húsleit á skrifstofum sænska bankans Swedbank í Eistlandi í vikunni. Ásakanir hafa komið fram um að bankinn hafi tekið þátt í að þvætta hundruð milljarða illa fengins fjár. Eistneska fjármálaeftirlitið upplýsti um húsleitina í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hafi verið hluti af sameiginlegri rannsókn þess og sænskra yfirvalda. Talsmaður bankans segir að húsleitin hafi farið fram í samráði við stjórnendur hans. Swedbank ætli að vera samvinnuþýður við rannsóknina. Birgitte Bonnesen, forstjóri Swedbank, var rekin í síðustu viku eftir að húsleit var í höfuðstöðvum hans við Stokkhólm. Peningaþvættismál hafa skekið norræna banka undanfarin misseri. Danske bank hefur verið sakaður um að hafa þvættað hundruð milljarða evra í eistneskum útibúum fyrir vafasama aðila á árunum 2017 til 2015. Bankinn hafi þannig meðal annars hjálpað spilltum rússneskum embættismönnum að koma undan milljörðum sem þeir drógu að sér. Nýlega komu fram ásakanir um að vafasamar greiðslur hafi runnið í gegnum Swedbank sömuleiðis. Eistland Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands létu gera húsleit á skrifstofum sænska bankans Swedbank í Eistlandi í vikunni. Ásakanir hafa komið fram um að bankinn hafi tekið þátt í að þvætta hundruð milljarða illa fengins fjár. Eistneska fjármálaeftirlitið upplýsti um húsleitina í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hafi verið hluti af sameiginlegri rannsókn þess og sænskra yfirvalda. Talsmaður bankans segir að húsleitin hafi farið fram í samráði við stjórnendur hans. Swedbank ætli að vera samvinnuþýður við rannsóknina. Birgitte Bonnesen, forstjóri Swedbank, var rekin í síðustu viku eftir að húsleit var í höfuðstöðvum hans við Stokkhólm. Peningaþvættismál hafa skekið norræna banka undanfarin misseri. Danske bank hefur verið sakaður um að hafa þvættað hundruð milljarða evra í eistneskum útibúum fyrir vafasama aðila á árunum 2017 til 2015. Bankinn hafi þannig meðal annars hjálpað spilltum rússneskum embættismönnum að koma undan milljörðum sem þeir drógu að sér. Nýlega komu fram ásakanir um að vafasamar greiðslur hafi runnið í gegnum Swedbank sömuleiðis.
Eistland Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51