Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn hótar Evrópu með tollum á vín og osta

Kjartan Kjartansson skrifar
Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar.
Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar. Vísir/EPA

Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu.

Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins.

Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði  verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið.

Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,64
52
10.437
MAREL
3,03
34
496.121
ARION
0,99
26
250.103
REGINN
0,59
1
1.200
ICESEA
0,49
6
8.214

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,41
2
451
SIMINN
-2,02
10
348.705
SJOVA
-1,97
8
83.952
KVIKA
-1,63
4
55.058
SYN
-1,11
5
2.142
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.