Viðskipti erlent

Innkalla alla Galaxy Fold

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fold er á meðal fyrstu samanbrjótanlegu farsímanna. Síminn er útbúinn litlum skjá á framhlið en mun stærri skjá þegar hann er opnaður líkt og um veski sé að ræða.
Fold er á meðal fyrstu samanbrjótanlegu farsímanna. Síminn er útbúinn litlum skjá á framhlið en mun stærri skjá þegar hann er opnaður líkt og um veski sé að ræða. Getty/Bloomberg

Suðurkóreski tæknirisinn Samsung hefur innkallað alla þá Galaxy Fold-snjallsíma sem sendir höfðu verið til gagnrýnenda og tæknibloggara. Reuters greindi frá í gær og hafði eftir heimildarmönnum.

Fold er á meðal fyrstu samanbrjótanlegu farsímanna. Síminn er útbúinn litlum skjá á framhlið en mun stærri skjá þegar hann er opnaður líkt og um veski sé að ræða.

Tækniblaðamenn og -bloggarar hafa allmargir greint frá því undanfarna daga að innri skjárinn eyðileggist annaðhvort við minnsta áreiti eða jafnvel af algjörlega óljósum ástæðum. Skjárinn hefur til að mynda brotnað, bólgnað eða hætt að virka án sýnilegra galla.

Síminn átti að koma á markað nú í vikunni en Samsung hefur frestað því til þess að rannsaka skjágallann. Svo virðist sem núningur í hjörum símans valdi skjátjóninu.


Tengdar fréttir

Galaxy Fold fær misgóðar viðtökur

Það er óhætt að segja að síminn fái misgóðar viðtökur og hafa nokkur tæki af þeim fáu sem voru send út brotnað eða bilað. Blaðamennirnir eru þó flestir sammála um að samanbrjótanlegir símar séu framtíðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.